Eigandinn
Eigandinn
Eigandinn
Eigandinn

Við leitum stöðugt nýrra leiða til þess að bæta reksturinn. Við viljum að það ríki sátt í samfélaginu um núverandi fyrirkomulag á sölu áfengis.

Rekstur
Eigandinn
Rekstur

Stór hluti tekna er með einum eða öðrum hætti hluti af tekjum ríkissjóðs þ.e. í formi áfengis- og tóbaksgjalda, virðisaukaskatts og arðs. Í ár nam þessi upphæð um 26.228 m.kr. en var 25.144 m.kr. árið 2018. Alls nam arður ÁTVR til ríkissjóðs 1.000 m.kr. 1. janúar voru gerðar breytingar á áfengisgjöldum þannig að gjöld á alla flokka þ.e. bjór, léttvín og sterkt áfengi, hækkuðu um 2,5%. Á sama tíma voru breytingar á tóbaksgjaldi á alla flokka þ.e. sígarettur, vindla og neftóbak hækkaði um 2,5%.

Hagnaður og sölutölur
Eigandinn
Hagnaður og sölutölur

Hagnaður ÁTVR var 1.056 m.kr. í samanburði við 1.111 m.kr. árið 2018. Rekstrartekjur ársins voru 36.969 m.kr. og hækkuðu um 4,8% á milli ára. Rekstrargjöld námu 35.865 m.kr. Þar af var vörunotkun 31.274 m.kr. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 1.350 m.kr. eða 3,7% miðað við 3,8% á fyrra ári. Arðsemi eiginfjár á árinu var 23,2%.

Beint efnahagslegt virði sem er skapað og dreift

Tölur í sviga sýna 2018.

Hagnaður
1.056
milljónir króna
Arður til ríkissjóðs
1.000
milljónir króna
Sala áfengis
Eigandinn
Sala áfengis

Tekjur af sölu áfengis voru 27.275 m.kr. án vsk. og hækkuðu um tæp 6% á milli ára. Alls voru seldir 22,7 milljónir lítra af áfengi. Sala ársins var 3,1% meiri í lítrum í samanburði við fyrra ár. Sala jókst í öllum flokkum það er léttvíni, sterku áfengi og bjór. Mest var aukningin í sölu á sterku áfengi eða 15%.

Sala tóbaks
Eigandinn
Sala tóbaks

Tekjur af sölu tóbaks voru 9.594 m.kr. án vsk. og jukust um 1,6% á milli ára. Tóbakssala dróst saman í reyktóbaki, sígarettum (vindlingum) og vindlum en sala neftóbaks jókst á árinu um 3,1%.

Neftóbak
46
tonn seld
Sala á sígarettum
1,5%
samdráttur
Breyting á sölu áfengis 2018 - 2019
Breyting á sölu tóbaks 2018 - 2019
Framkvæmdir í Vínbúðum
Eigandinn
Framkvæmdir í Vínbúðum

Í upphafi árs var Vínbúðin Dalvegi endurbætt, kælir var stækkaður og meðal annars afmarkaður minni kælir fyrir sérbjór, síder og gosblöndur. Vínbúðin Skeifunni lokaði í um tvo mánuði frá janúar fram í mars en Vínbúðin fór í gegnum gagngerar breytingar. Kælir var stækkaður og allt búðarrýmið endurgert. Vínbúðin Reykjanesbæ var endurnýjuð í sama húsnæði. Vínbúðin Selfossi flutti í nýtt húsnæði að Larsenstræti 3. Nýja húsnæðið er mun stærra en eldra húsnæðið og öll aðstaða mun betri bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk. Í október var Vínbúðin Patreksfirði stækkuð og innréttingar endurnýjaðar. Í október stækkaði Vínbúðin Hvammstanga og vöruvalið var nánast tvöfaldað. Í nóvember flutti Vínbúðin Akranesi í nýtt og mun stærra húsnæði, settur var kælir fyrir bjór, gosblöndur og síder.

51
Vínbúð um allt land
14
Vínbúðir á höfuðborgarsvæðinu