Samfélagið og umhverfismál
Ábyrgir starfshættir
Samfélagið og umhverfismál
Ábyrgir starfshættir

Við viljum vera fyrirmynd á sviði samfélagsábyrgðar. Við berum virðingu fyrir umhverfinu og leitum stöðugt leiða til að fara vel með verðmæti.

Norrænt samstarf
Samfélagið og umhverfismál
Norrænt samstarf á sviði samfélagsábyrgðar

Samfélag nútímans gerir í auknum mæli kröfur til fyrirtækja um samfélagsábyrgð og að þau tryggi að vörur sem þau selja séu framleiddar með siðrænum hætti. Allt frá árinu 2009 hafa norrænu áfengiseinkasölurnar, Alko í Finnlandi, Systembolaget í Svíþjóð, Vinmonopolet í Noregi, Rúsdrekkasøla Landsins í Færeyjum og ÁTVR verið í samstarfi sem snýr að siðferðilegum grundvallarreglum í aðfangakeðjunni. Sameiginlegt markmið er að tryggja að allt áfengi sé framleitt samkvæmt alþjóðlegum samþykktum og siðareglum.

Allar einkasölurnar hafa gerst meðlimir í alþjóðasamtökunum amfori BSCI en markmið þeirra er að tryggja aukna samfélagsábyrgð í aðfangakeðjunni. Helstu vínframleiðslulönd heims hafa verið heimsótt og haldnir fundir með helstu hagsmunaaðilum svo sem framleiðendum, samtökum framleiðenda og fulltrúum stjórnvalda. Á fundunum hafa siðareglur sem einkasölurnar hafa sett sér verið kynntar. Siðareglurnar byggja á siðareglum amfori BSCI. Mikil áhersla er lögð á að verkefninu sé ætlað að leiðrétta hegðun ef útbóta er þörf en ekki að útiloka vörur nema önnur úrræði hafi verið fullreynd. Árlega standa Alko, Systembolaget og Vinmonopolet fyrir fjölda úttekta á vegum alþjóðlegra úttektaraðila í samstarfi við amfori BSCI þar sem framleiðendur eru metnir á grundvelli siðareglnanna og gerð áætlun til úrbóta ef þörf er á. Niðurstöðurnar eru birtar í gagnagrunni amfori fyrir meðlimi samtakanna.

Viðurkenningar
Samfélagið og umhverfismál
Viðurkenningar

Í janúar fékkst leyfi Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið 2018-2021 í samræmi við jafnlaunavottun. Starfsfólk fékk viðurkenningu fyrir þátttöku í Lífshlaupinu og Hjólað í vinnuna.

Skilríkjaeftirlit
Samfélagið og umhverfismál
Skilríkjaeftirlit

Skilríkjaeftirlit er einn af mikilvægustu þáttunum í samfélagslegri ábyrgð, markmiðið er að tryggja að viðskiptavinir hafi náð 20 ára aldri. Starfsfólk er þjálfað til að spyrja viðskiptavini sem virðast 24 ára eða yngri um skilríki. Til að efla starfsfólk í skilríkjaeftirliti eru framkvæmdar hulduheimsóknir, en þá versla viðskiptavinir á aldrinum 20–24 ára í Vínbúðunum og skila upplýsingum til rannsóknaraðila um hvort þeir voru spurðir um skilríki.

Hulduheimsóknir eru framkvæmdar í öllum stærri Vínbúðum, þ.e. á höfuðborgarsvæðinu, Selfossi, í Reykjanesbæ og á Akureyri. Að meðaltali eru þrjár heimsóknir í mánuði í hverja Vínbúð. Árangurinn var 83% sem er undir markmiði og lakari árangur en síðasta árs sem var 87%. Ef litið er til einstakra mánaða þá var árangurinn góður að undanskildum desember en árangur í þeim mánuði dró niður meðaltal ársins.

Hulduheimsóknir
Grænt bókhald
Samfélagið og umhverfismál
Grænt bókhald

ÁTVR er þátttakandi og skilar inn tölum í Vistvæn innkaup (VINN), sem er samstarfsvettvangur opinberra aðila en markmið verkefnisins er að stuðla að vistvænum innkaupum og þar með grænum ríkisrekstri. Markvisst er unnið að því að auka hlut vistvænna vara á öllum starfsstöðvum.

ÁTVR heldur grænt bókhald og er jafnframt þátttakandi í Grænum skrefum í ríkisrekstri. Græn skref eru leið fyrir opinbera aðila til að vinna markvisst að umhverfismálum eftir skýrum gátlistum og fá viðurkenningu frá Umhverfisstofnun eftir hvert skref sem alls eru fimm. Allar Vínbúðir auk höfuðstöðva og dreifingarmiðstöðvar hafa innleitt skrefin fimm.

Sólarræsting sem er Svansvottað ræstingarfyrirtæki annast ræstingu á skrifstofu og í dreifingarmiðstöð. Í Vínbúðum sér starfsfólk um þrif. Alls voru notaðir 855 lítrar af ræstiefnum og eru 85% þeirra umhverfisvottaðir. Unnið er að því að allar ræstingarvörur verði umhverfisvottaðar.

2018 2019 Markmið 2019
Prentun
Skrifstofupappír 4,5 4,5 4,5 kg/stg.
Prentun umhverfisvottuð 100% 100% 100% hlutfall
Einnota vörur
Plastglös 0 0 0 stk/stg.
Pappamál 15 28 5 stk/stg.
Ræstiefni
Sólarræsting 100% 100% 100% hlutfall
Ræstivörur 83% 85% 90% hlutfall
Umbúðir
Seldir plastpokar 66.672 56.273 60.000 stk./Mltr.
Strekkifilma 649 704 600 kg/Mltr.
Rafrænir reikningar
Samfélagið og umhverfismál
Rafrænir reikningar
75%
hlutfall rafrænna reikninga

Hlutfall rafrænna reikninga er sífellt að aukast og er komið í 75%, en ef litið er til veltu þá er hlutfallið 94%. Hagræði af rafrænum reikningum er bæði efnahags- og umhverfislegt. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið út að gera megi ráð fyrir að sparnaður sé upp á 1.000 á hvern móttekinn reikning sem er rafrænn. Sé gert ráð fyrir sama sparnaði í reikningshaldi ÁTVR vegna rafrænna reikninga, nemur hann um 41 milljón í virðiskeðjunni.

Með því að skipta alfarið úr pappírsreikningum í rafræna reikninga má lækka kolefnisfótspor reikningsferlisins verulega. Lífsferilsgreining Tenhunen og Penttinen (2010) bendir til þess að munurinn sé um 63%.

Rafrænir reikningar
  • Hlutfall rafrænna reikninga
  • Fjöldi reikninga
  • Fjöldi rafrænna reikninga
Umbúðir
Samfélagið og umhverfismál
Umbúðir
Aðfangakeðjan og endurvinnsla skiptir ÁTVR miklu máli.

Endurvinnslan hf. sér um móttöku allra einnota drykkjarvöruumbúða, greiðir út skilagjald, undirbýr þær til útflutnings og selur til endurvinnslu. Á árinu greiddi Endurvinnslan út um 2,5 milljarða króna í skilagjald.

Skil á drykkjarvöruumbúðum jókst á milli ára, en alls var hlutfallið 86% af seldum umbúðum sem nemur kolefnisjöfnun á við 7 milljónir trjáa.

Á árinu nam heildarsala drykkjarvöruumbúða 185 milljónum eininga þar af voru tæplega 50 milljónir seldar í Vínbúðunum.

ÁTVR vann ásamt systurfyrirtækjum á Norðurlöndum að lífsferilsgreiningu á vörusafni. Þar kom fram að mestu umhverfisáhrifin liggja í umbúðum og komu glerumbúðir verst út. Næst þar á eftir var eldsneytisnotkun í vínrækt og þriðji þátturinn var orkunotkun í verksmiðjunum.

Betri upplýsingagjöf getur hjálpað til að minnka umhverfisáhrif vörusafnsins. Á vöruspjaldi á vinbudin.is geta viðskiptavinir séð þyngd umbúða og áætlað kolefnisspor léttvíns og útreikning á áætluðu kolefnisspori umbúðanna. Glerumbúðir hafa hvað mest kolefnisspor en þar skiptir þyngd glersins mestu máli. Framleiðendur eru hvattir til að nota léttgler, minna en 420 g. Hlutfall léttglers er einn af lykilmælikvörðum. Í núverandi vörusafni er vín í 750 ml glerflöskum, rauðvín, hvítvín og rósavín í léttgleri um 48% miðað við selda lítra. Heildarlosun frá umbúðum var 7.176 tonn.

Losun CO2 frá umbúðum

Markmiðið er að draga úr losun um 2% árlega miðað við selda lítra meðal annars með fjölgun söluhárra tegunda í léttgleri. Auk þess má búast við að aukning verði á framboði vína í öðrum umbúðagerðum sem hafa minni umhverfisáhrif en gler.

Munur á milli ára fór úr 321 í 317 (tCO2/milljón lítra) eða lækkaði um rúmlega 1%. Hlutfall bjórs í álumbúðum jókst, fór úr 87,2% í 87,4%.

Fjöldi eininga eftir umbúðum 2016 - 2019
Glerflöskur
Ál
Annað (box, ferna, plast ofl.)
Skil eftir tegundum umbúða hjá Endurvinnslunni
  • Ál
  • Plast
  • Gler
Orkunotkun
Samfélagið og umhverfismál
Orkunotkun

Þriðjungur raforkunotkunar fyrirtækisins er á Stuðlahálsi. Til að fylgjast með orkunotkun er notað sérstakt hússtjórnarkerfi sem vaktar notkun rafmagns og hita og stýrir álagi. Á Stuðlahálsi eru höfuðstöðvar fyrirtækisins, dreifingarmiðstöð og Vínbúðin Heiðrún. Í grænu skorkorti er sett markmið og fylgst er með orkunotkun.

Til einföldunar er notkunin umreiknuð í meðalheimilisnotkun og markmið og mælingar miðast við hana. Rafmagnsnotkun á Stuðlahálsi var sambærileg notkun 126 heimila (631.820 kWst) og lækkaði um 5% milli ára. Sextán hleðslustöðvar fyrir rafbíla eru á lóðinni. Fyrirsjáanlegt er að raforkunotkun muni aukast með stefnu um orkuskipti í samgöngum. Áfram verður unnið að því að setja upp LED ljós í byggingar.

Heitt vatn samsvaraði notkun 122 heimila (69.677 m3) og minnkaði á milli ára. Hagstætt veðurfar er ein meginástæða fyrir minni notkun.

Orkunotkun Stuðlahálsi
Stuðlaháls 2018 2019 Markmið 2019 Mism. 18/19 CO2 [tonn] Útreikningar
Orkunotkun
Rafmagn 132 126 135 -5% 5,6 Heimili (5,0 Mwst.pr.ár)
Heitt vatn 71 62 70 -13% 5,8 Heimili (573,3 m3)

Heitt vatn - snjóbræðsla

83 60 80 -28% 5,6 Heimili (573,3 m3)
Rafmagnsnotkun Vínbúða

ÁTVR þekkir til fulls rafmagnsnotkun á Stuðlahálsi og á 9.937 fermetrum Vínbúða (32) eða um 73% heildarfermetrafjölda Vínbúða. Almenna raforkunotkunin var 858 MWst á þessum fermetrum. Fimm Vínbúðir eru með rafhitun og nota 245 MWst. ÁTVR hefur ekki fullnægjandi vitneskju um rafmagnsnotkun í leiguhúsnæði þar sem rafmagn er hluti af leiguverði eða öðrum rekstrarkostnaði.

Þekkt rafmagnsnotkun er tæplega 1,5 GWst. Það er minnkun um 3% frá fyrra ári þrátt fyrir aukningu í verslunarrými og seldu magni. Endurnýjun á Vínbúðunum í Skeifunni, Reykjanesbæ og Dalvegi á mestan þátt í að skila góðum árangri.

Raforkunotkun í vínbúðum - kwst/fm
Heitavatnsnotkun Vínbúða

Vitneskja um heitavatnsnotkun er sömu takmörkunum háð og vitneskja um rafmagnsnotkun. ÁTVR þekkir til fulls heitavatnsnotkun á Stuðlahálsi og 7.208 fermetrum Vínbúða (21) eða um 53% af heildarfermetrafjölda Vínbúða. Heitavatnsnotkunin var 36.597 m3 á þessum fermetrum.

Heildarnotkun er áætluð 69.274 m3 sem gerir um 5,1 rúmmetra á hvern fermetra Vínbúða. Það er aukning um 7% frá fyrra ári. Umreiknað miðað við heildarfermetrafjölda húsnæðis er áætluð almenn notkun rafmagns um 1,8 GWst á ári og á heitu vatni 139 þúsund rúmmetrar.

Útblástur gróðurhúsalofttegunda vegna notkunar raforku er áætlaður 16 tonn CO2. Kolefnisspor fyrir heitt vatn 26 tonn CO2. Kolefnisspor raforku lækkar á milli ára vegna minni notkunar og lægri losunarstuðuls. Kolefnisspor varmaorku lækkar um 9% á milli ára. Í útreikningum fyrir raforku er miðað við losunarstuðul frá árinu 2017 (NIR 2019, UST), 8,8 g/kWst. Stuðullinn var 9,3 áður.

Mest af heita vatninu er keypt frá Orkuveitu Reykjavíkur. Stuðullinn í umhverfisuppgjöri OR fyrir 2019 er 3,2 grömm CO2/kWst og orkugildi rúmmetra 58 kWst/m3.

Unnið er eftir Heimsmarkmiði númer 7 - Sjálfbær orka en langstærsti hluti af raforkunni er keyptur af Orkusölunni og er uppruni raforku 100% vatnsorka. Ekki er fjallað um „market based“ notkun.

Raforka og heitt vatn - Allt fyrirtækið
Raforka og heitt vatn - Allt fyrirtækið 2018 2019 Eining Mism. 18/19 Útreikningar
Áætluð heildar raforkunotkun 1.867 1.810 MWst -3%
Losunarstuðull raforka 9,3 8,8 g/kWst -5% Landsskýrsla um losun
gróðurhúsalofttegunda
Kolefnisspor raforku 17,4 15,9 CO2 tonn -8% (NIR 2018 og 2019)
Vínbúðir - Almenn raforkunotkun 92 86 kWst/m2 -7%
Losunarstuðull hitaveita 3,2 3,2 g/kWst 14% Ársskýrsla OR 2019
Áætluð varmanotkun 153.220 138.951 m3 -9%
Kolefnisspor - Heitt vatn 28,4 25,8 CO2 tonn 4% 58 kWst/m3, orkugildi rúmmetra (Veitur 2018)
ÁTVR - Heitt vatn 7 6 m3/fm -12%
Leiðir til að minnka orkunotkun

Í allri starfsemi ÁTVR er lögð áhersla á orkusparnað og að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og fléttast það inn í Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 7 - Sjálfbær orka og númer 13 - Aðgerðir í loftslagsmálum.

Markvisst er unnið að innleiðingu á LED lýsingu í viðhaldi á Vínbúðum. Í mars var Vínbúðin Skeifunni stækkuð og endurnýjuð, lokið var við að skipta út glóperum og LED lýsing sett í staðinn. Auk þess voru rafmagn og pípulagnir endurnýjaðar. Lækkun á raforkunotkun er um 50% frá því að endurnýjun á lýsingu hófst 2012. Hér fyrir neðan má sjá ársnotkun í Vínbúðinni í Skeifunni frá 2009.

Endurbætt Vínbúð í Reykjanesbæ minnkaði einnig raforkunotkun umtalsvert á árinu með LED-væðingu. Almenn raforkunotkun á fermetra í Vínbúðum lækkaði á milli ára. Fór úr 92 kWst/fm í 86 kWst/fm.

Ársnotkun
Vínbúðin Skeifunni
Loftslagsmál
Samfélagið og umhverfismál
Loftslagsmál og kolefnisbókhald

ÁTVR hefur sett sér loftlagsmarkmið til ársins 2030 í samræmi við skuldbindingu í samstarfsverkefni Festu og Reykjavíkurborgar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í meginatriðum fela loftlagsmarkmiðin í sér að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, minnka myndun úrgangs, innleiða sjálfbærni, mæla árangur og gefa reglulega út upplýsingar um stöðuna. Umhverfisstjórnun byggir m.a. á mælingum þar sem notast er við grænt skorkort og svokallaðan GRI staðal (Global Reporting Initiative) við skrásetningu margvíslegra aðgerða í þágu samfélagsins.

Á línuritinu hér fyrir neðan eru loftslagsmarkmið ÁTVR til ársins 2030 og er markmiðið að draga úr beinni losun um 40% m.v. 2016. Ljósblái flöturinn sýnir losun fólksbíla, dökkblái er losun vöruflutningabíla, grái er losun sendibifreiða og guli losun kælimiðla sem er nýtt. Rauða línan er rauntala hvers árs sem liðið er. Loftslagsmarkmiðið hefur verið uppfært miðað við breyttar reikniforsendur á útblæstri jarðefnaeldsneytis.

Bein losun - útblástur bifreiða til 2030
Rauntala
Fólksbílar
Vörubílar
Sendiferðabílar
Kælimiðlar

Öll bein losun er kolefnisjöfnuð hjá Kolviði og flug kolefnisjafnað hjá Votlendissjóði.

Losun

ÁTVR gerir sér grein fyrir því að loftslagsbreytingar af mannavöldum eru staðreynd. Með því að skrifa undir yfirlýsingu í loftslagsmálum skuldbindur fyrirtækið sig til að draga úr þeim í starfsemi sinni. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 13 - Verndun jarðarinnar er hér í öndvegi.

Allur beinn útblástur er kolefnisjafnaður, 160 tonn og flug 16 tonn, alls 176 tonn. Þar sem flug er keypt frá þriðja aðila þá verður til jákvætt kolefnisfótspor (e. positive karbon footprint). Með því stuðlum við að sjálfbærum rekstri.

Kolefnisbókhald nær ekki yfir alla þætti starfseminnar. Vörusafnið og rekstrarinnkaup eru ekki komin inn í tölurnar en kolefnisspor umbúða og kælimiðla bættust við. Orkuveita Reykjavíkur hefur birt stuðla fyrir kalt vatn, fráveitu og ljósleiðara en það eru lágar tölur, undir tonni og því ekki birtar.

Allur
beinn útblástur er kolefnisjafnaður

Inn í kolefnisútreikninga hefur skógrækt ÁTVR á Stuðlahálsi verið tekin með í útreikninga. Áætlað er að gróðursett tré þeki tæpan hektara en þá bindur skógurinn 4 tonn af gróðurhúsalofttegundum. Rannsóknir sýna að árleg meðalbinding í íslenskum skógum sé 4,4 tonn CO2 á ha. Nýjar rannsóknir sýna að talan er varlega áætluð.

Helstu umhverfisáhrifum vegna vörudreifingar má skipta í tvennt, annars vegar losun koltvísýrings vegna eldsneytisbrennslu og hins vegar slit á vegum vegna aksturs. Langtíma markmið ÁTVR er að draga úr notkun jarðefnaknúinna bifreiða og nýta vistvænar bifreiðar. Stefnt er að því að útblástur minnki um 40% fyrir árið 2030. Í úrgangsmálum er markmiðið um endurvinnsluhlutfall 93% og stefnt að því að það verði 98% árið 2030. Urðaður úrgangur var um 24 tonn á síðasta ári og stefnt að því að fara niður í 8 tonn sem er 75% samdráttur.

Á vef Vínbúðanna eru nánari upplýsingar um vinnu fyrirtækisins í loftslagsmálum og uppfærast tölur reglulega. Starfsfólk ÁTVR vill vera fyrirmynd í samfélagslegri ábyrgð og mynda jákvætt kolefnisfótspor sem styður náttúruna okkar.

Bein losun - umfang 1
Akstur

ÁTVR rak, í árslok 2019, 51 Vínbúð sem seldu 22,6 milljónir lítra af áfengi, sem er nær eingöngu dreift miðlægt frá vöruhúsi á Stuðlahálsi. ÁTVR flytur um 80% áfengis með eigin bílum en býður út um 20% flutnings. Eigin bílar flytja um höfuðborgarsvæðið, Borgarnes, Akranes, Suðurnesin og Suðurland að Hvolsvelli. Á höfuðborgarsvæðinu er tóbaki dreift með eigin bílum en önnur dreifing er boðin út.

Við útreikninga á beinni losun frá bifreiðum er haldið utan um olíukaup og notaður losunarstuðullinn 2,72 en tölur eru fengnar úr IPCC guidelines (2006). Eðlisþyngd samkvæmt gögnum frá efnateymi Umhverfisstofnunar. Áður voru notaðir losunarstuðlar fyrir hverja bifreið samkvæmt Ökutækjaskrá. Þær tölur gefa aðeins lægri losunartölu og hafa síðustu viðmiðunarár verið uppfærð til samræmis. ÁTVR nýtti tíu dísilbíla í lok árs, tvo tengitvinnbíla og einn rafbíl.

80%
áfengis flutt með eigin bílum ÁTVR
Akstur
Kílómetrar
  • Fólksbílar
  • Sendiferðabílar
  • Vöruflutningabílar
  • Samtals
Jarðefnaeldsneyti
  • Fólksbílar - Dísel
  • Fólksbílar - Bensín
  • Vörubílar - Dísel
  • Sendiferðabílar
  • Samtals
Kælimiðlar

Greint er frá losun í fyrsta skipti. Kælar í Vínbúðum eru 16 en verið er að breyta kælimiðlum í CO2 í stað R404a. Fyrst var kælimiðillinn R404a notaður í öllum kælirýmum en hann hefur ekki áhrif á ósonlagið en hefur mikil gróðurhúsaáhrif. Losun af einu kg af R404a hefur sömu áhrif og 3.922 kg af koldíoxíði (1 x 3.922 GWP (e. Global Warming Potential)). Kælikerfin eru lokuð og eiga ekki að leka. Í kerfunum eru 10 kg af kælimiðlinum og notast er við aðferð sem notuð er í Danmörku en þar er áætlað 3% tap af kælimiðli á ári. Því er áætlað að 14 tonn af koldíoxíð ígildum (CO2íg.) losni á ári. Samdráttur í losun milli síðustu ára skýrist af því að Vínbúðirnar á Dalvegi og Selfossi skiptu yfir í CO2 kælimiðla og Akranes og Kringlan fengu nýtt kælirými með CO2 kælimiðli. Enn eru 12 Vínbúðir með R404a sem kælimiðil. Verður þeim skipt út á komandi árum. Engin óhöpp hafa átt sér stað í kælimiðlum síðustu ár.

CO2
kælimiðill í stað R404a
Kolefnisjöfnun

Bein heildarlosun er 160 tonn af CO2 og bindur ÁTVR 4 tonn. Hjá Kolviði eru 156 tonn kolefnisjöfnuð. Það samsvarar því að gróðursetja 1.560 tré og munu þau taka þátt í andardrætti Íslands um ókomin ár.

Kolefnisspor ÁTVR
Bein losun CO2-ígildi í tonnum
Óbein losun - umfang 2
Raforku- og varmanotkun

Eldri tölur um raforkunotkun hafa verið uppfærðar. Breytt var mælingaaðferð í útreikningum á kolefnisspori raforku og almenna notkunin reiknuð, ekki raforkan sem fór í að hita vatn.

Rafmagnsnotkun dróst saman á Stuðlahálsi og í Vínbúðum. Einnig lækkaði losunarstuðullinn.

Áætlað að notaðar hafi verið um 1,8 GWst rafmagn og 139 þúsund rúmmetrar af heitu vatni fyrir allan rekstur. Áætlaður útblástur er eftirfarandi: að 16 tonn losni við framleiðslu rafmagns og 26 tonn CO2 ígildi við framleiðslu heits vatns.

Minni notkun var á heitu vatni vegna hagstæðs veðurfars og lítið var um bilanir á hitakerfum.

1,8
GWst rafmagn fyrir allan rekstur
Óbein losun - umfang 3
Umbúðir vörusafns

Vörusafnið hefur stærsta kolefnissporið. Árið 2014 hófst vinna við lífsferilsgreiningu á vörusafninu og kom í ljós að umbúðir um vöruna skapa stærsta kolefnissporið. Í kjölfarið var farið í að greina kolefnisspor umbúða og eru glerumbúðir með stærsta sporið. Með stuðlum sem komu úr greiningunni er hægt að reikna kolefnisspor umbúða. Heildar kolefnisspor umbúða er 7.176 tonn og jókst um 2% milli ára. Helsta orsökin er sú að sala jókst um 3,1%.

Flutningur vöru

Umfang útblásturs vegna dreifingar 4,5 milljóna lítra af áfengi á landsbyggðinni hjá þriðja aðila er 205 tonn af CO2. En þetta eru 20% af seldu heildarmagni áfengis. Miðað er við rauntölur í kolefnisfótspori frá Samskip, 112,7 g/tonnkm árið 2018. Því breytast tölur frá fyrri árum til samræmis.

7.176
tonn, heildar kolefnisspor umbúða
Flug starfsfólks

Starfsfólk ÁTVR flaug samtals 29 ferðir til og frá Íslandi á árinu 2019. Samkvæmt reiknilíkani sem er í Grænu bókhaldi og Loftslagsmæli Festu og Reykjavíkurborgar þá er losun samtals 11 tonn af CO2.

Í innanlandsflugi voru samtals 49 ferðir, flestar til Akureyrar. Samkvæmt reiknilíkaninu var losun samtals 5 tonn CO2. Þó flug falli undir óbein áhrif var ákveðið að kolefnisjafna allt flug hjá Votlendissjóðnum. Alls eru 16 tonn kolefnisjöfnuð.

Endurheimt votlendis vinnur með Heimsmarkmiði númer 14 - Líf í vatni og númer 15 - Líf á landi og stuðlar að líffræðilegum fjölbreytileika.

Ferðavenjur til og frá vinnu

Könnun á ferðavenjum starfsfólks til og frá vinnu var endurtekin. Niðurstaðan var sú að 121 tonn af CO2 losna út í andrúmsloftið vegna samgangna starfsfólks. Niðurstaða ársins er verri en fyrri ára, sem skýrist meðal annars af meiri mengun frá einkabílum, úr 139 g/km í 142 g/km, samgöngusamningum fækkaði og meðalvegalengd frá vinnustað jókst í 6,8 km.

Losun starfsmanna CO2 - til og frá vinnu

Haldið verður áfram að hvetja starfsfólk til að nota vistvænan samgöngumáta. ÁTVR ásamt nokkrum fyrirtækjum á "Hálsasvæðinu" höfðu frumkvæði að því að hvetja Strætó bs. og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu til að bæta strætósamgöngur á svæðinu.

Markmiðið var að minnka losun vegna ferða starfsfólks til og frá vinnu niður í 95 tonn og náðist það ekki.

Urðun úrgangs

Urðaður úrgangur var um 24 tonn á síðasta ári og minnkar kolefnissporið um 2,5% á milli ára.

Sjóflutningur tóbaks og áfengis

Með nákvæmari losunartölum frá flutningsaðilum, þá verða tölurnar raunhæfari. Í útreikningum var miðað við 36 g/tonnkm frá Eimskip.

Sjóflutningur áfengis eykst milli ára um 1% og helsta skýringin er 3,1% söluaukning en á móti kemur léttara gler og aukning á ítölskum vínum en minni sala frá Chile.

Sjóflutningur neftóbaks er áætlaður 42 tonn og hækkar um 2%. Hráefnið kemur að stórum hluta frá Filippseyjum og var söluaukning tæplega 20%.

Sjóflutningur annars tóbaks minnkar vegna minni neyslu en miðað er við flutningsleiðina Reykjavík - Portland.

Bílaleigubílar

Höldur er með ISO 14001 vottun og voru allir bílar leigðir þaðan. Alls voru keyrðir 8.348 km og var losun rúmt tonn. Leigubílar voru notaðir í 500 km og losuðu 60 kg, en stefnan hjá ÁTVR er að panta ávallt vistvænan leigubíl.

Kolefnisbókhald
Tonn CO2 Áhrif 2018 2019 Breyting 18/19
Eigin fólksbílar* Bein 17 22 29%
Eigin flutningabílar* Bein 107 109 2%
Eigin sendiferðabílar* Bein 14 15 7%
Kælimiðlar Bein 16 14 -14%
Raforkunotkun* Óbein-2 17 16 -6%
Varmanotkun - heitt vatn* Óbein-2 28 26 -9%
Umbúðir vörusafns Óbein-3 7.066 7.176 2%
Keyptur flutningur áfengis Óbein-3 220 205 -7%
Flug innanlands Óbein-3 5 5 0%
Flug erlendis Óbein-3 17 11 -35%
Starfsfólk ferðir til og frá vinnu Óbein-3 95 121 27%
Urðun úrgangs* Óbein-3 43 42 -2%
Sjóflutningar áfengis Óbein-3 2.069 2.099 1%
Sjóflutningar tóbaks Óbein-3 28 27 -4%
Sjóflutningar neftóbaks Óbein-3 41 42 2%
Bílaleigubílar Óbein-3 1 1 0%
Losun GHL - samtals 9.785 9.931 2%
Kolefnisjöfnun - bein losun -Kolviður -124 -156 26%
Kolefnisjöfnun - flug - Votlendissjóður -22 -16 -27%
Kolefnisjöfnun - skógrækt á lóð ÁTVR -4 -4 0%
Kolefnisspor 9.635 9.755 1%
CO2 á selda milljón lítra [tonn] 438 430 -2%
CO2 á stöðugildi [tonn] 27 28 1%
Tonn CO2 Áhrif 2018 2019
Umfang 1 Bein 154 160 4%
Umfang 2 Óbein 45 42 -8%
Umfang 3 Óbein 9.585 9.729 2%
Losun GHL - samtals 9.785 9.931 1%
* Breytingar á útreikningum
2%
minni kolefnislosun mv. selda lítra
Kolefnisjöfnun hjá ÁTVR
Tonn CO2
  • Samtals
  • Bein losun - Kolviður
  • Flug - Votlendissjóður
  • Skógrækt á lóð ÁTVR
  • Flug - Kolviður

Hækkunin árið 2016 er vegna stærra flutninganets og hækkunin í ár er vegna kælimiðla.

Úrgangur

ÁTVR hefur tekist að auka endurvinnslu um 9,5% og draga úr blönduðum úrgangi um 2,5% á milli ára. Umfang á grófum úrgangi er vegna viðhaldsframkvæmda og er breytilegur á milli ára. Grófur úrgangur tengist ekki daglegum rekstri heldur oftast tímabundnum framkvæmdum. Má þar nefna steinsteypu, innréttingar og byggingarhlutar úr timbri.

Með því að flokka úrgang til endurvinnslu í stað þess að urða hann má draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Markmiðið með endurvinnslu er að mynda hringrás sem miðar að því að draga úr frumvinnslu hráefna og minnka þannig álag á auðlindir jarðar.

Eins og sést í töflunni hér að neðan flokkaði Vínbúðin 302 tonn af vigtuðum úrgangi. Þannig kom fyrirtækið í veg fyrir að út í andrúmsloftið losnuðu gróðurhúsalofttegundir sem jafngilda rúmlega 1.656 tonnum** af CO2. Það samsvarar ársnotkun á 550 fólksbílum (m.v. 3 tonn losun á fólksbíl) eða akstri allra bifreiða ÁTVR í 12 ár. Vigtaður blandaður úrgangur er 24,2 tonn sem gerir 68 kg á stöðugildi. Til samanburðar eru 187 kg á hvern íbúa höfuðborgarsvæðisins í orkutunnunni.

Flokkaður úrgangur
302
tonn
93%
endurvinnsla
Blandaður úrgangur
68 kg
á stöðugildi

Fjárhagslegur ávinningur er af því að flokka úrgang. Ef fyrirtækið þyrfti að greiða förgunargjöld þá væri kostnaður tæpar 5 milljónir en í staðinn fær fyrirtækið tekjur upp á tæpar 2 milljónir fyrir sölu á pappír og plasti. Endurvinnsluhlutfall fyrirtækja á Íslandi eru undir 50% og því liggja mikil verðmæti í úrgangi.

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 12 - Ábyrg neysla er eitt af mikilvægustu markmiðum ÁTVR. Stefnt var að 93% endurvinnsluhlutfalli úrgangs og það náðist. Markmiðið verður hækkað í 94% fyrir næsta ár. Markmiðið er að ná 98% endurvinnsluhlutfalli árið 2030. Innleiðing á Grænum skrefum í ríkisrekstri er mikilvægt skref til að ná þessum áfanga.

Úrgangur
TONN - vigtaður úrgangur Umhverfisáhrif 2018 2019 % breyting CO2-e losun
Endurunnið
Bylgjupappi** Hverfandi áhrif vegna endurvinnslu, óbein áhrif vegna flutnings 221 229 3,8 -1.539
Plastumbúðir Hverfandi áhrif vegna endurvinnslu, óbein áhrif vegna flutnings 30,7 42,6 38,7 -18
Pappír Hverfandi áhrif vegna endurvinnslu 7,9 12,3 55,8 -82
Önnur flokkun Hverfandi áhrif vegna endurvinnslu 8,6 10,9 27,2 -17
Lífrænt til moltugerðar Hverfandi áhrif vegna endurvinnslu 8,1 7,3 -9,0 1
Samtals endurunnið 276,1 302,3 9,5 -1.656
Urðað
Blandaður úrgangur* Jarðvegsmengun 24,8 24,2 -2,5 42
Samtals urðað 24,8 24,2 -2,5 42
Samtals endurunnið og urðað 300,9 326,5 8,5 -1.614
Endurvinnsluhlutfall, % 92 93
Grófur úrgangur 42,5 9,2 -78,3 0
Áætlaður heildarúrgangur 307 333 8,5
Úrgangur - á milljón lítra [tonn] 14,0 14,7 5,2
Blandaður úrgangur - á milljón lítra [tonn] 1,13 1,07 -5,4
* Blandaður úrgangur margfaldaður með stuðlinum 1,75, losunartölur fengnar úr IPCC (2006) módeli til útreikninga á losun frá urðun.
** Bylgjupappi er margfaldaður með CO2-ígldis stuðlinum 6,71, plastumbúðir með stuðlinum 0,433 og grófur úrgangur og önnur flokkun með 1,6. Miðað er við að viðbótarvinna tækja sem valda útblæstri koldíoxíðs sé sambærileg hvort sem bylgjupappinn og pappírinn er fluttur á urðunarstað til urðunar eða fluttur úr landi til endurvinnslu. Metan er margfaldað með stuðlinum 25. Heimild: Guidelines for the use of LCA in the waste management sector, eftir Helgu J. Bjarnadóttur, Guðmund B. Friðriksson ofl. Lífrænt til moltugerðar með losunarstuðulinn 0,1715. Tölur fengnar úr IPCC guidelines (2006)

Verulegur árangur hefur náðst ef litið er til lengri tíma. Árið 2011 var endurvinnsluhlutfallið 83% en í ár er hlutfallið 93%.

Endurvinnsluhlutfall
Úrgangur - til endurvinnslu
Magn í tonnum
Umhverfislög og reglur
Samfélagið og umhverfismál
Umhverfislög og reglur

Engar sektir eða viðurlög á starfsárinu 2019 vegna brota gegn umhverfislögum og -reglum og hefur aldrei gerst.