Heimsmarkmið
Heimsmarkmið
Heimsmarkmið

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun tóku gildi í byrjun árs 2016. ÁTVR hefur unnið að því að innleiða þau í ferla fyrirtækisins, en um er að ræða víðtækustu markmið sem ríki heims hafa komið sér saman um. Stefnt er að því að tryggja velmegun og mannréttindi um allan heim fyrir árið 2030.

Sex markmið hafa verið áherslumarkmið hjá ÁTVR á árinu, en þau falla vel að áherslum fyrirtækisins. Heilsa og vellíðan (#3), jafnrétti kynjanna (#5), góð atvinna og hagvöxtur (#8), ábyrg neysla og framleiðsla (#12), aðgerðir í loftslagsmálum (#13) og samvinna um markmiðin (#17).

3. Heilsa og vellíðan

Stöðugt verði unnið að því að fyrirtækið sé heilsueflandi vinnustaður.

ÁTVR framfylgi stefnu stjórnvalda um bætta lýðheilsu og samfélagslega ábyrgð í áfengis- og tóbaksmálum í sátt við samfélagið.

Hornsteinninn í samfélagsábyrgð fyrirtækisins er ábyrg sala áfengis. ÁTVR leiti leiða til að draga úr skaðlegum áhrifum áfengis, með eigin aðgerðum, áætlunum og í samvinnu við aðra.

5. Jafnrétti kynjanna

Allt starfsfólk ÁTVR njóti sömu virðingar og hafi jafna stöðu innan fyrirtækisins. Jafnlaunavottun verði viðhaldið og unnið eftir jafnréttisáætlun fyrirtækisins.

Að engin mismunun eigi sér stað gagnvart fólki sem vinnur með söluvörur fyrirtækisins - hvar sem er í aðfangakeðjunni.

8. Góð atvinna og hagvöxtur

ÁTVR sé eftirsóknarverður vinnustaður þar sem samskipti einkennast af lipurð, þekkingu og ábyrgð.

Áhersla sé lögð á að starfsfólk geti vaxið í starfi og aflað sér þekkingar sem stuðlar að starfsánægju og framúrskarandi þjónustu.

Söluvörur fyrirtækisins séu framleiddar samkvæmt alþjóðlegum samþykktum og siðareglum og við aðstæður sem eru góðar bæði fyrir starfsfólk og umhverfi.

12. Ábyrg neysla og framleiðsla

Beint verði sjónum að umbúðum vöru og áhersla lögð á sjálfbært efnisval og endurvinnslu í Vínbúðum. Einnig verði skoðað úrval af fylgihlutum og áhrif þeirra á umhverfið.

Stefnt verði markvisst að 98% endurvinnsluhlutfall á úrgangi árið 2030.

13. Aðgerðir í loftslagsmálum

Loftslagsmarkmið ÁTVR til ársins 2030: 40% samdráttur á útblæstri gróðurhúsalofttegunda miðað við árið 2016.

Orkusparnaður sé í fyrirrúmi ásamt því að draga úr losun koltvísýrings (CO2). Sjónum verði beint að orkunotkun fyrirtækisins og áhersla lögð á endurnýjanlega orku í öllu framleiðsluferlinu ásamt sjálfbærum ræktunaraðferðum, t.d. bindingu kolefnis.

17. Samvinna um markmiðin

ÁTVR styrki samvinnu við ýmsa aðila, jafnt innanlands og á alþjóða vettvangi, í því skyni að ná markmiðum.

Áhersla verði lögð á norræna samvinnu, samstarf við alþjóðleg samtök auk samtaka innan iðnaðarins, vottunaraðila og frjáls félagasamtök.

Skoða nánari upplýsingar um Heimsmarkmiðin.